Sjáðu Trump og Rubio takast á um hvort múslimar hati Bandaríkin Bjarki Ármannsson skrifar 11. mars 2016 08:18 Rubio reyndi að svara fordómafullum ummælum Trump fullum hálsi, en gerði það ekki vel. Vísir/EPA Þeir fjórir frambjóðendur sem enn sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum tóku þátt í kappræðum í Miami í nótt. Ummæli Donald Trump, sem enn mælist með mest fylgi fjórmenninganna, um íslamstrú og viðbrögð við þeim vöktu hvað mesta athygli í kappræðunum. Trump hafði látið þau ummæli falla í viðtali við CNN daginn áður að „íslam hatar okkur,“ og átti þá við Bandaríkin. Spurður út í það í kappræðunum í nótt hvort hann ætti við allan þann rúma einn og hálfa milljarð múslima sem býr um heim allan, svaraði Trump: „Ég á við ansi marga þeirra.“ Trump, sem áður hefur sagst ætla að meina múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum verði hann forseti, uppskar talsvert lófaklapp fyrir svar sitt. Þingmaðurinn Marco Rubio reyndi að svara keppinauti sínum fullum hálsi en svarið var nokkuð aumkunarvert, líkt og bandaríska fréttaveitan Vox bendir á. Vox hefur klippt myndband af svörum þeirra Trump og Rubio og bendir á að sá síðarnefndi virðist svara Trump á þann veg að ekki eigi að fordæma múslima vegna þess að múslimar gætu nýst Bandaríkjamönnum – meðal annars með því að snúa til kristinnar trúar eða ganga í bandaríska herinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Gengið verður til atkvæða í fimm ríkjum þann 15. mars næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00 Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56 Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30 Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Þeir fjórir frambjóðendur sem enn sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum tóku þátt í kappræðum í Miami í nótt. Ummæli Donald Trump, sem enn mælist með mest fylgi fjórmenninganna, um íslamstrú og viðbrögð við þeim vöktu hvað mesta athygli í kappræðunum. Trump hafði látið þau ummæli falla í viðtali við CNN daginn áður að „íslam hatar okkur,“ og átti þá við Bandaríkin. Spurður út í það í kappræðunum í nótt hvort hann ætti við allan þann rúma einn og hálfa milljarð múslima sem býr um heim allan, svaraði Trump: „Ég á við ansi marga þeirra.“ Trump, sem áður hefur sagst ætla að meina múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum verði hann forseti, uppskar talsvert lófaklapp fyrir svar sitt. Þingmaðurinn Marco Rubio reyndi að svara keppinauti sínum fullum hálsi en svarið var nokkuð aumkunarvert, líkt og bandaríska fréttaveitan Vox bendir á. Vox hefur klippt myndband af svörum þeirra Trump og Rubio og bendir á að sá síðarnefndi virðist svara Trump á þann veg að ekki eigi að fordæma múslima vegna þess að múslimar gætu nýst Bandaríkjamönnum – meðal annars með því að snúa til kristinnar trúar eða ganga í bandaríska herinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Gengið verður til atkvæða í fimm ríkjum þann 15. mars næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00 Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56 Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30 Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00
Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56
Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30
Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53