Munaði bara einni körfu á stigahæstu leikmönnum deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2016 13:00 Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli. Vísir/Stefán Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23 Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23
Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira