Viltu eignast metboltann hans Shouse? | Allur ágóðinn rennur til Langveikra barna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2016 19:00 Justin Shouse er stoðsendingakóngur úrvalsdeildarinnar. vísir Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32
Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum