Obama hvetur frambjóðendur til hófstilltrar umræðu Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2016 22:56 Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33
Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30