Aðdáendur undirbúa 30 ára afmælisveislu Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 14:16 Velgengni Sykurmolanna var fyrsti stóri íslenski tónlistarsigurinn erlendis. vísir/Timothy White Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þótt ótrúlegt megi virðast verða í júní liðin 30 ár frá því að breiðskífa Sykurmolanna, „Life's too good“, kom út. Fáar íslenskar plötuútgáfur hafa haft jafnmikil áhrif á íslenska tónlistarsögu og sú plata en Sykurmolarnir urðu fyrsta íslenska sveitin til þess að ná heimsfrægð og ruddu þannig brautina fyrir sólóferil Bjarkar Guðmundsdóttur. Öll vitum við hvernig það ævintýri fór og sumir hafa gengið það langt að merkja atburðinn í sögubækur sem mikilvægan fyrir sögu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Útgáfan markaði fyrsta raunverulega sigurinn í útrás íslenskrar tónlistar og vakti áður óþekkta athygli á íslenskri tónlistarmenningu fyrir utan landsteinanna. Aðdáendur sveitarinnar hérlendis eru þegar byrjaðir að undirbúa afmælisveisluna. Einn þeirra er Wim Van Hooste sem er hollenskur tónlistarunnandi sem býr hér og heldur uppi heimasíðunni Rokmusik.co. Sú síða er skrifuð á ensku og fjallar einvörðungu um íslenska tónlist. Wim hvetur nú aðdáendur sveitarinnar og íslenskar hljómsveitir til þess að hljóðrita nýjar útgáfur af lögum Sykurmolanna sem hann mun þá pósta á síðu sinni.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira