Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Þórdís Valsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 15. mars 2016 07:00 Konurnar bjuggu í þessu húsi og saumuðu föt fyrir Vonta International, undirverktaka Icewear. Mynd/Þórhildur Þorkelsdóttir Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“ Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“
Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15