Fullkomlega gagnslaust Fjármálaeftirlit Skjóðan skrifar 16. mars 2016 15:00 Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Vísir/Vilhelm Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt. Eftir klúður tryggingafélaganna í tengslum við fyrirhugaðar arðgreiðslur á dögunum, þegar m.a. kom fram að VÍS átti ekki nægt laust fé og hafði þurft að gefa út víkjandi skuldabréfaflokk til að eiga fyrir arðinum, sem stjórnin var staðráðin í að koma í hendur hluthafa, varð Skjóðan sér úti um fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútgáfunnar. Í kynningunni kemur margt athyglisvert fram. Vextir skuldabréfanna eru svimandi háir, 5,25 prósent, mun hærri en vextir venjulegra íbúðalána til einstaklinga. Þá eru bréfin verðtryggð til þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir hærri vexti af skuldabréfunum en sem nemur arðsemi eignasafns félagsins og því blasir við að strax á þessu ári þarf að hækka iðgjöld, ekki til að mæta slæmri afkomu af tryggingastarfsemi eins og var notað sem skýring til að hækka iðgjöld í lok síðasta árs heldur til að standa straum af hinum óhagstæðu lánum sem voru tekin til að greiða út arðinn til eigenda. VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir sem eiga að endurspegla þá áhættu sem fjárhag félagsins stafar af útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur fram að ef skuldabréf félagsins lækka um tíu prósent og önnur verðbréf um tuttugu prósent lendir félagið undir neðri vikmörkum gjaldþols og þarf að virkja aðgerðaáætlun til lagfæringar. Lækki skuldabréf félagsins um tíu prósent og önnur verðbréf um þrjátíu prósent er félagið komið undir gjaldþolskröfu og þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að geta haldið áfram starfsemi. Og hvernig ætlar svo VÍS að bregðast við ef slík lækkun (sem hlýtur að teljast innan vikmarka á íslenskum verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú, þá ætlar félagið að endurskipuleggja eignasafn sitt með því að selja verðbréf og kaupa ríkisskuldabréf. Þetta mun, að mati stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli félagsins úr ruslflokki upp í úrvalsflokk í einu vetfangi. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði um tugi prósenta er ekki hægt að selja slík bréf nema með miklu tapi, og væntanlega líka með verulegum afföllum frá hinu lækkaða markaðsverði ef VÍS neyðist til að selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið bara stjórnendur stóru eignarhaldsfélaganna sem þurftu að selja eignir í október 2008! Þessi áætlun um endurreisn gjaldþols er því blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit sem kyngir athugasemdalaust þeim sviðsmyndum sem fram koma í fjárfestakynningu VÍS er fullkomlega gagnslaust. Það hefur ekkert lært af reynslunni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt. Eftir klúður tryggingafélaganna í tengslum við fyrirhugaðar arðgreiðslur á dögunum, þegar m.a. kom fram að VÍS átti ekki nægt laust fé og hafði þurft að gefa út víkjandi skuldabréfaflokk til að eiga fyrir arðinum, sem stjórnin var staðráðin í að koma í hendur hluthafa, varð Skjóðan sér úti um fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútgáfunnar. Í kynningunni kemur margt athyglisvert fram. Vextir skuldabréfanna eru svimandi háir, 5,25 prósent, mun hærri en vextir venjulegra íbúðalána til einstaklinga. Þá eru bréfin verðtryggð til þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir hærri vexti af skuldabréfunum en sem nemur arðsemi eignasafns félagsins og því blasir við að strax á þessu ári þarf að hækka iðgjöld, ekki til að mæta slæmri afkomu af tryggingastarfsemi eins og var notað sem skýring til að hækka iðgjöld í lok síðasta árs heldur til að standa straum af hinum óhagstæðu lánum sem voru tekin til að greiða út arðinn til eigenda. VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir sem eiga að endurspegla þá áhættu sem fjárhag félagsins stafar af útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur fram að ef skuldabréf félagsins lækka um tíu prósent og önnur verðbréf um tuttugu prósent lendir félagið undir neðri vikmörkum gjaldþols og þarf að virkja aðgerðaáætlun til lagfæringar. Lækki skuldabréf félagsins um tíu prósent og önnur verðbréf um þrjátíu prósent er félagið komið undir gjaldþolskröfu og þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að geta haldið áfram starfsemi. Og hvernig ætlar svo VÍS að bregðast við ef slík lækkun (sem hlýtur að teljast innan vikmarka á íslenskum verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú, þá ætlar félagið að endurskipuleggja eignasafn sitt með því að selja verðbréf og kaupa ríkisskuldabréf. Þetta mun, að mati stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli félagsins úr ruslflokki upp í úrvalsflokk í einu vetfangi. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði um tugi prósenta er ekki hægt að selja slík bréf nema með miklu tapi, og væntanlega líka með verulegum afföllum frá hinu lækkaða markaðsverði ef VÍS neyðist til að selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið bara stjórnendur stóru eignarhaldsfélaganna sem þurftu að selja eignir í október 2008! Þessi áætlun um endurreisn gjaldþols er því blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit sem kyngir athugasemdalaust þeim sviðsmyndum sem fram koma í fjárfestakynningu VÍS er fullkomlega gagnslaust. Það hefur ekkert lært af reynslunni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira