Vill endurgreiðsluákvæði úr útlendingalögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir hælisleitendur aldrei hafa verið krafða um endurgreiðslu síðustu fimm ár. Vísisr/Ernir Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“ Flóttamenn Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“
Flóttamenn Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira