Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Deborah Hersman, forstöðumaður Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna, hafnaði gagnrýni samtaka flugmanna vegna upplýsingagjafar NTSB. Hér skýrir Hersmann málin fimm dögum eftir flugslys í San Francisco sumarið 2013. Nordicphotos/AFP Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum. Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum.
Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira