Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2016 23:09 Fjársterkir aðilar eru sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. V'isir/EPA Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18