Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 10:03 Velkomin! Íbúar á Cape Breton taka Bandaríkjamönnum fagnandi. Mynd af heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18
Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15