Leifur og Sigmundur: Það leikur sér enginn að því að dæma tæknivillu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2016 10:00 „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30
Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum