Gert ráð fyrir fimm hundruð íbúðum í Skeifunni Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 11:43 Skeifan er sögð ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni. Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent