Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2016 12:12 Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vík Prjónsdóttir var klofið frá Víkurprjón fyrir söluna árið 2012. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir. „Mér finnst þetta virkilega sláandi mál því við höfum alltaf kappkostað við að hafa rekjanleika og gagnsæi í okkar framleiðslu,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður og einn af eigendum Vík Prjónsdóttur, vegna mansalsmálsins í Vík í Mýrdal sem greint var frá í síðustu viku. Vík Prjónsdóttir hætti öllu samstarfi við Víkurprjón árið 2012 Karlmaður um fertugt er í gæsluvarðhaldi til 18. mars næstkomandi grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili hans í Vík. Maðurinn átti og stýrði fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki útivistavörufyrirtækisins Icewear. Fyrirtækið Drífa er síðan eigandi Icewear en Drífa keypti Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vík Prjónsdóttir var stofnuð árið 2005 sem upphaflega samstarfsverkefni nokkurra hönnuða og Víkurprjóns og er Guðfinna Mjöll einn þeirra hönnuða. Margir gætu því hafa tengt Vík Prjónsdóttur við þetta mál en Guðfinna segir fyrirtækið hafa verið klofið frá Víkurprjón fyrir söluna á fyrirtækinu til Icewear árið 2012 og segist hún vera afar þakklát fyrir það í dag. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.Þarf að koma upp keðjuábyrgð Eigendur Icewear hafa varist frétta af málinu en Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málið tengdist fyrirtæki hans ekki beint og að hvorki hann né annað starfsfólk hefði vitað af tilvist kvennanna. Fyrir áramót kom upp annað mál tengt manninum þar sem talið var að hann væri með starfsfólk í vinnu sem ekki til þess réttindi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi en fyrirtækið hélt áfram að starfa fyrir Icewear allt þar til á fimmtudag. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði við fréttastofu 365 á laugardag að stærri fyrirtæki verði að sýna ábyrgð, það er að þau geti ekki fríað sig ábyrgð á brotum undirverktaka. „Varðandi Icewear sérstaklega, og fyrirtæki sem eru með undirverktaka, þá þarf náttúrlega að koma upp keðjuábyrgð,“ sagði Drífa. Guðfinna Mjöll tekur undir þessi orð. „Það getur verið fullt af frábærum framleiðslufyrirtækjum um allan heim en líka önnur sem níðast á fólki, en þú sem framleiðandi verður að bera ábyrgð á því hvar þú ætlar að láta framleiða fyrir þig. Það er það sem er svo stór ábyrgð. Það kemur oft upp að það er lofað öllu fögru en svo er eitthvað misjafnt í gangi. Mér finnst svo flott að Starfsgreinasambandið var að benda á þessa keðjuábyrgð að sá sem kaupir af öðru fyrirtæki verður líka að bera ábyrgð á að það sé allt í lagi,“ segir Guðfinna Mjöll. Ábyrgð neytenda töluverð Hún segir það vera sláandi ef rétt reynist að svona brot séu orðin að veruleika hér á landi. „Svo þarf að skoða hvort þetta leynist víðar hér á landi.“Þá segir Guðfinna ábyrgð neytenda vera töluverða í svona málum. „Flestir segjast vera hlynntir mannréttindum en samt vilja þeir geta keypt hluti á verði sem gengur ekki upp í flestum tilvikum. Þetta er í allri framleiðslu. Byltingin verður að eiga sér stað hjá neytendum, þeir verða að segja stopp.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Mér finnst þetta virkilega sláandi mál því við höfum alltaf kappkostað við að hafa rekjanleika og gagnsæi í okkar framleiðslu,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður og einn af eigendum Vík Prjónsdóttur, vegna mansalsmálsins í Vík í Mýrdal sem greint var frá í síðustu viku. Vík Prjónsdóttir hætti öllu samstarfi við Víkurprjón árið 2012 Karlmaður um fertugt er í gæsluvarðhaldi til 18. mars næstkomandi grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili hans í Vík. Maðurinn átti og stýrði fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki útivistavörufyrirtækisins Icewear. Fyrirtækið Drífa er síðan eigandi Icewear en Drífa keypti Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vík Prjónsdóttir var stofnuð árið 2005 sem upphaflega samstarfsverkefni nokkurra hönnuða og Víkurprjóns og er Guðfinna Mjöll einn þeirra hönnuða. Margir gætu því hafa tengt Vík Prjónsdóttur við þetta mál en Guðfinna segir fyrirtækið hafa verið klofið frá Víkurprjón fyrir söluna á fyrirtækinu til Icewear árið 2012 og segist hún vera afar þakklát fyrir það í dag. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.Þarf að koma upp keðjuábyrgð Eigendur Icewear hafa varist frétta af málinu en Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, sagði í samtali við fréttastofu í gær að málið tengdist fyrirtæki hans ekki beint og að hvorki hann né annað starfsfólk hefði vitað af tilvist kvennanna. Fyrir áramót kom upp annað mál tengt manninum þar sem talið var að hann væri með starfsfólk í vinnu sem ekki til þess réttindi. Þeim starfsmönnum var vísað úr landi en fyrirtækið hélt áfram að starfa fyrir Icewear allt þar til á fimmtudag. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði við fréttastofu 365 á laugardag að stærri fyrirtæki verði að sýna ábyrgð, það er að þau geti ekki fríað sig ábyrgð á brotum undirverktaka. „Varðandi Icewear sérstaklega, og fyrirtæki sem eru með undirverktaka, þá þarf náttúrlega að koma upp keðjuábyrgð,“ sagði Drífa. Guðfinna Mjöll tekur undir þessi orð. „Það getur verið fullt af frábærum framleiðslufyrirtækjum um allan heim en líka önnur sem níðast á fólki, en þú sem framleiðandi verður að bera ábyrgð á því hvar þú ætlar að láta framleiða fyrir þig. Það er það sem er svo stór ábyrgð. Það kemur oft upp að það er lofað öllu fögru en svo er eitthvað misjafnt í gangi. Mér finnst svo flott að Starfsgreinasambandið var að benda á þessa keðjuábyrgð að sá sem kaupir af öðru fyrirtæki verður líka að bera ábyrgð á að það sé allt í lagi,“ segir Guðfinna Mjöll. Ábyrgð neytenda töluverð Hún segir það vera sláandi ef rétt reynist að svona brot séu orðin að veruleika hér á landi. „Svo þarf að skoða hvort þetta leynist víðar hér á landi.“Þá segir Guðfinna ábyrgð neytenda vera töluverða í svona málum. „Flestir segjast vera hlynntir mannréttindum en samt vilja þeir geta keypt hluti á verði sem gengur ekki upp í flestum tilvikum. Þetta er í allri framleiðslu. Byltingin verður að eiga sér stað hjá neytendum, þeir verða að segja stopp.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Starfsfólk Vonta vissi af konunum Fyrrverandi starfsmaður í fyrirtæki manns sem grunaður er um vinnumansal í Vík segir starsfólk hans hafa vitað að tvær konur frá Sri Lanka störfuðu á heimili hans. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir nauðsynlegt að yfirvöld hér á landi marki skýra stefnu varðandi ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að brotum undirverktaka. 20. febrúar 2016 19:15
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50