Fimmtungur segir hafa verið rangt að frelsa þrælana Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 11:10 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23