Bandaríkin færast nær því að fá konu á forsetastól Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 19:54 Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Eftir stórsigur Hillary Clinton í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu í gær, gæti það ráðist í næstu viku hvort kona verður í fyrsta sinn formlegur frambjóðandi til embættis forseta í Bandaríkjunum. Á þriðjudag verður kosið í ellefu ríkjum og fjórum öðrum um næstu helgi. Sigur Hillary Clinton í Suður Karólínu í gær var stór en 75 prósent demókrata þar tóku hana fram yfir Bernie Sanders. Hillary hefur nú haft betur í þremur ríkjum af þeim fjórum sem forkosningar hafa farið fram og var sigurreif á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. „Ég er afar þakklát vegna þess í dag hafið þið sent þjóðinni þau skilaboð að þegar við stöndum saman er engin hindrun svo stór að við komumst ekki yfir hana,“ sagði hún í ávarpi til þúsunda stuðningsmanna.Bernie Sanders vann með miklum mun í New Hampshare þar sem íbúarnir eru í miklum meirihluta hvítir. En Clinton nýtur mikils fylgis meðal svartra demókrata og þeir eru um helmingur skráðra flokksmanna í Suður Karólínu.Michelle Garcia-Daniels, stuðningskona á fertugsaldri af suðuramerískum uppruna, sagði þegar úrslitin lágu fyrir að New Hampshere endurspeglaði ekki bandarískt þjóðfélag eins vel og Suður Karólína. „Ég er í sjöunda himni yfir þeirri staðreynd að hún lagði Suður Karólínu að fótum sér. Nú get ég loksins sagt frú forseti,“ sagði Michelle. John Keith úr hópi svartra í stuðningsliði Clinton var sömuleiðis hæstánægður með úrslitin. „Ég bjóst ekki við að munurinn yrði eins mikill og raun ber vitni. Þetta er alveg frábær niðurstaða,“ sagði John.Mikilvæg vika fram undan Á þriðjudag, eða Super Tuesday eins og Kaninn kallar það, verður kosið í ellefu ríkjum, þar af sex í suðurríkjunum þar sem fyrir er að finna stóra minnihlutahópa sem Clinton höfðar mjög til. Þar verður tekist á um 875 landsfundarfulltrúa, rúmlega einn þriðja þess fjölda sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins. „Við höfum nú lokið forvali í fyrstu fjórum ríkjunum. Ég vil óska senator Bernie Sanders til hamingju með að hafa rekið frábæra kosningabaráttu. En á morgun fer kosningabaráttan á landsvísu,“ sagði Hillary við mikinn fögnuð fundarmanna. Ef Hillary vinnur stórt á þriðjudag og síðan einnig um næstu helgi þegar forkosningar fara fram í fjórum ríkjum til viðbótar eru líkur á að Bernie Sanders hugsi sinn gang. En þótt hann höfði ekki eins mikið til svartra og Clinton nýtur hann mikils stuðnings og hefur safnað miklu fé frá venjulegu fólki í kosningabaráttu sína.Hillary skaut á Donald Trump en eitt hans aðal kosningamál er að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Þrátt fyrir allt sem þið heyrið er engin þörf á að gera Bandaríkin stórfengleg á nýjan leik. Bandaríkin hafa aldrei hætt að vera stórfengin. En við verðum að gera bandaríkin heil á nýjan leik. Í stað þess að reisa veggi verðum við að rífa niður múra,“ sagði Hillary Clinton í Suður Karólínu í gærkvöldi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira