Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 20:16 Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ásamt Ástu Guðrún Helgadóttir leitað á náðir vinnustaðasálfræðings til að leysa úr deilum innan þingflokks Pírata. Vísir Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson. Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58