Hiddink segir Hazard að gleyma PSG | Óheppileg ummæli Belgans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 16:30 Eden Hazard. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekkert alltof sáttur við ummæli leikmanns síns Eden Hazard í aðdraganda leiks á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hiddink hefur nú sagt Eden Hazard að einbeita sér að Chelsea og reyna að ná fyrr styrk á nýjan leik. Það fór ekki framhjá hollenska knattspyrnustjóranum frekar en öðrum þegar Eden Hazard talaði um það viðtali að það yrði erfitt fyrir hann að hafna tilboði frá Paris Saint Germain. Eden Hazard viðurkenndi áhuga sinn á því að spila með Paris Saint Germain í viðtali við franska blaðið Le Parisien fyrr í vikunni. Tímasetningin var ekki góð enda mætast lið Paris Saint Germain og Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Hinn 25 ára gamli Eden Hazard hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl 2015 en hann fékk nýjan risasamning hjá Chelsea á síðasta ári. Eden Hazard fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða um 37 milljónir íslenskra króna. „Hann er með samning sem hann er nýbúinn að framlengja. Nú þarf hann að ná sér heilum og sýna það og sanna hjá Chelsea að hann sé toppleikmaður. Hann þarf að einbeita sér að því. Chelsea er toppklúbbur og hann getur gert mikið fyrir félagið," sagði Guus Hiddink í viðtali við Sky Sports. „Í næstu framtíð verða frekari vangaveltur um það hver sér að koma hingað og hverjir séu að fara. Ég vil ekki fara út í það núna," sagði Hiddink. Fyrri leikur PSG og Chelsea er í París í kvöld en seinni leikurinn verður svo á heimavelli Chelsea-liðsins. „PSG ætlar sér að vinna Meistaradeildina en hægt og rólega hafa þeir öðlast meiri virðingu. Það er ljóst að þeim er full alvara með það að vera eitt af stærstu félögum í Evrópu. Þetta verða því krefjandi leikir fyrir okkur," sagði Hiddink. Hann mælir ekki með því fyrir frábæra leikmenn eins og Eden Hazard að fara til Frakklands. „Þeir eru í allt annarri deild. Franska deildin er ekki slæm en PSG er með 24 stiga forskot á liðið í öðru sæti. Að mínu mati eiga bestu leikmennirnir alltaf að spila í bestu deildunum. Bestu deildirnar í dag eru enska deildin, spænska deildin og einnig þýska deildin," sagði Hiddink. Hazard var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili þegar Chelsea vann enska titilinn en hefur eins og allt Chelsea-liðið verið langt frá sínu besta á núverandi leiktíð. Eina markið hans á tímabilinu var mark úr víti í leik á móti MK Dons í ensku bikarkeppninni. Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira