PSG fer með eins marks forskot til Lundúna | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 21:30 Zlatan Ibrahimovic fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30