Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2016 15:47 „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. Vísir/Pjetur Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14. Flóttamenn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14.
Flóttamenn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent