Útlendingastofnun frestaði flutningi af sanngirnisástæðum Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2016 14:01 Idafe ásamt kærustu sinni, Aldísi Báru Pálsdóttur. MYND/HELGI J. HAUKSSON Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Flutningi á þremur hælisleitendum sem til stóð að flytja til Ítalíu nú í morgun var frestað af sanngirnisástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun þar sem segir að stofnunin hafi farið þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi mannanna til Ítalíu. Hafi ekki orðið af því að þeir færu til Ítalíu. Idafe Onafe Oghene, Martin Omulu og Christian Boadi fengu í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi hælisleitenda skv. 12. gr. g útlendingalaga sé bundið við það að meðferð hælismáls standi yfir og fellur það niður þegar úrskurður í máli er framkvæmdur með flutningi. „Þegar óskað var framkvæmdar flutninganna lágu fyrir úrskurðir innanríkisráðuneytisins þess efnis að mennina þrjá skyldi flytja til Ítalíu. Með dómum Hæstaréttar í október á liðnu ári varð endanlega ljóst að úrskurðirnir héldu gildi sínu. Þá þegar voru skilyrði fyrir hendi til að óska endurupptöku fyrir kærunefnd útlendingamála. Var sammerkt með öllum málunum að endurupptökubeiðnir voru ekki sendar kærunefnd útlendingamála, því stjórnvaldi sem heimilt er að lögum að taka slíka beiðni til meðferðar, fyrr en farið hafði verið fram á framkvæmd úrskurðanna. Legið hefur fyrir síðan dómar Hæstaréttar féllu að væntanlegt væri að úrskurðirnir kæmu til framkvæmdar með flutningi til Ítalíu. Að mati Útlendingastofnunar var ótækt að láta þær tafir, sem urðu á að koma málunum í réttan farveg eins og áður er lýst, bitna á hælisleitendunum þremur sem um ræðir. Varð þeim sjálfum á engan hátt kennt um að ekki hafði verið óskað endurupptöku með fullnægjandi hætti en auk þess hefur, sem kunnugt er, mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum síðan úrskurðirnir voru kveðnir upp, almennt og hvað varðar aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Með tilliti til þessa var það mat Útlendingastofnunar að sanngirnissjónarmið, mikilvægi þeirra hagsmuna sem í húfi eru í hælismálum og almenn sjónarmið um meðalhóf og vandaða stjórnsýslu leiddu til þess að rétt væri að fresta flutningum þar til kærunefnd útlendingamála hefði fengið færi á að taka afstöðu til endurupptöku málanna. Því varð það niðurstaðan, þegar staðfesting hafði borist Útlendingastofnun um að endurupptökubeiðni hefði verið lögð fram eða að slík beiðni yrði borin fram án tafar í málunum, að stofnunin afturkallaði beiðni um framkvæmd flutninga. Ástæða þykir til að taka fram að Útlendingastofnun leysti úr málunum þremur á tveimur til fjórum mánuðum. Hæstiréttur féllst á upphaflega niðurstöðu Útlendingastofnunar í öllum málunum,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00 „Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Glaður yfir að fara ekki Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. 18. febrúar 2016 07:00
„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. 18. febrúar 2016 11:51