Alvaran loks að hefjast í löngu kosningabaráttunni vestra Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders hefur velgt Hillary Clinton verulega undir uggum upp á síðkastið. Fréttablaðið/EPA Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira