Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:50 Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira