Allir meðlimir ABBA komu saman í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2016 10:33 Besta hljómsveit allra tíma? Mynd/Abba Agneta, Björn, Benny og Anni-Frid voru öll mætt á rauða dregilinn við frumsýningu kvöldverðarsýningarinnar „Mamma Mia: The Party“ í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þetta var í fyrsta sinn sem þau sáust öll fjögur saman frá árinu 2008. Þau Agneta Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad komu fyrst fram á rauða dreglinum, en sátu síðan sitt í hvoru lagi á meðan sýningin stóð yfir. Eftir sýningu stigu þau svo öll saman upp á smærra svið í um hálfa mínútu þar sem sjaldgæft tækifæri gafst til að ná ljósmynd af þeim öllum saman. Meðlimir sveitarinnar sáust síðast öll saman við frumsýningu myndarinnar Mamma Mia árið 2008. Þannig sáust þau ekki saman við opnun ABBA-safnsins í Stokkhólmi árið 2013 eða við útgáfu sérstakrar bókar sem gefin var út í tilefni af fjörutíu ára afmælis sigurs sveitarinnar í Eurovision árið 2014.Mamma Mia: The Party er ný söngleikjasýning og hugarsmíð Björns þar sem sögusviðið er gríska öldurhúsið sem kemur fyrir í Mamma Mia! ABBA-sveitin var stofnuð árið 1972 en lagði upp laupana 1983 eftir að hafa selt um 180 milljónir platna. Frá þeim tíma hafa fleiri hundruð milljónir platna sveitarinnar selst. Fyrsta plata ABBA var Ring Ring sem kom út árið 1973, en sú síðasta The Visitors árið 1981. Sveitin sló í gegn í Eurovision-keppninni árið 1974 þar sem hún bar sigur úr býtum með lagið Waterloo. Söngleikurinn Mamma Mia! var frumsýndur árið 1999.Vísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPMamma Mia The Party! At Tyrol and all 4 members of ABBA gathered again! Amazing night!!!!Posted by ABBA on Wednesday, 20 January 2016 Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Agneta, Björn, Benny og Anni-Frid voru öll mætt á rauða dregilinn við frumsýningu kvöldverðarsýningarinnar „Mamma Mia: The Party“ í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þetta var í fyrsta sinn sem þau sáust öll fjögur saman frá árinu 2008. Þau Agneta Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad komu fyrst fram á rauða dreglinum, en sátu síðan sitt í hvoru lagi á meðan sýningin stóð yfir. Eftir sýningu stigu þau svo öll saman upp á smærra svið í um hálfa mínútu þar sem sjaldgæft tækifæri gafst til að ná ljósmynd af þeim öllum saman. Meðlimir sveitarinnar sáust síðast öll saman við frumsýningu myndarinnar Mamma Mia árið 2008. Þannig sáust þau ekki saman við opnun ABBA-safnsins í Stokkhólmi árið 2013 eða við útgáfu sérstakrar bókar sem gefin var út í tilefni af fjörutíu ára afmælis sigurs sveitarinnar í Eurovision árið 2014.Mamma Mia: The Party er ný söngleikjasýning og hugarsmíð Björns þar sem sögusviðið er gríska öldurhúsið sem kemur fyrir í Mamma Mia! ABBA-sveitin var stofnuð árið 1972 en lagði upp laupana 1983 eftir að hafa selt um 180 milljónir platna. Frá þeim tíma hafa fleiri hundruð milljónir platna sveitarinnar selst. Fyrsta plata ABBA var Ring Ring sem kom út árið 1973, en sú síðasta The Visitors árið 1981. Sveitin sló í gegn í Eurovision-keppninni árið 1974 þar sem hún bar sigur úr býtum með lagið Waterloo. Söngleikurinn Mamma Mia! var frumsýndur árið 1999.Vísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPMamma Mia The Party! At Tyrol and all 4 members of ABBA gathered again! Amazing night!!!!Posted by ABBA on Wednesday, 20 January 2016
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira