Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 14:43 Illugi afhenti Kristínu Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar, tíu þúsund undirskriftir þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. vísir/gva Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51
Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44
Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31