Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:59 Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. Vísir/Getty Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum. Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum.
Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00