Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39