Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Dega-fjölskyldan hyggst höfða einkamál á hendur ríkinu í því skyni að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála snúið og freista þess að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. vísir/anton Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender. Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender.
Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira