Hvað getur maður sagt? Mikael Torfason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfundalaun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkjunum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Síðustu dagar Kjarvals, nýtt íslenskt leikrit eftir Mikael Torfason, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag. Þar er skyggnst inn í ævi málarans mikla. 14. nóvember 2015 14:00 Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. 4. janúar 2016 12:30 Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkoma þess á áhugaverðum tímum. 21. nóvember 2015 12:30 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Stærðu sig af píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en vegna trúar sinnar vildu foreldrar hans ekki menga líkama hans með blóðgjöf. 7. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfundalaun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkjunum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för.
Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Síðustu dagar Kjarvals, nýtt íslenskt leikrit eftir Mikael Torfason, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag. Þar er skyggnst inn í ævi málarans mikla. 14. nóvember 2015 14:00
Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. 4. janúar 2016 12:30
Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkoma þess á áhugaverðum tímum. 21. nóvember 2015 12:30
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00
Stærðu sig af píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en vegna trúar sinnar vildu foreldrar hans ekki menga líkama hans með blóðgjöf. 7. nóvember 2015 10:00
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar