Tilkynnt um lokadagskrá Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2016 17:30 Hátíðin er haldin í Hörpunni. vísir Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin – en aldrei fyrr hafa jafn margir listamenn og hljómsveitir komið fram á hátíðinni og í ár. Alls stíga á stokk 75 hljómsveitir og listamenn á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram 18.-20. febrúar. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Hudson Mohawke (UK), Boys Noize (DE), Angel Haze (US) Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) Oneothrix Point Never (US), Annie Mac (UK) Ben UFO (UK), Zebra Katz (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), Mumdance (UK), Wife (UK), AV AV AV (DK), Lone (UK), Eloq (DK), Koreless (UK), Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Kiasmos, Sturla Atlas, Bjarki, Reykajvíkurdætur, Vaginaboys og President Bongo & The Emotional Carpenters. Í dag var tilkynnt um síðustu nöfnin á dagskrá hátíðinnar, alls 11 listamenn og hljómsveitir. Í þeim flokki eru; Vök, Ruxpin, Futuregrapher, Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris, Tonik Ensamble sem fyrir skemmstu hlaut Kraumsverðlaun og Reykjavik-Grapevine Music Awards fyrir plötu sína Snapshots og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn og líkt og undanfarin ár mun hátíðin fara fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni á erlendum vettvangi enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum allt frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada – sem og hér á landi, en til þessa hefur meirihluti aðgöngumiða selst á erlendum vettvangi. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár. Sónar Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fleiri fréttir Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin – en aldrei fyrr hafa jafn margir listamenn og hljómsveitir komið fram á hátíðinni og í ár. Alls stíga á stokk 75 hljómsveitir og listamenn á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram 18.-20. febrúar. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Hudson Mohawke (UK), Boys Noize (DE), Angel Haze (US) Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) Oneothrix Point Never (US), Annie Mac (UK) Ben UFO (UK), Zebra Katz (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), Mumdance (UK), Wife (UK), AV AV AV (DK), Lone (UK), Eloq (DK), Koreless (UK), Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Kiasmos, Sturla Atlas, Bjarki, Reykajvíkurdætur, Vaginaboys og President Bongo & The Emotional Carpenters. Í dag var tilkynnt um síðustu nöfnin á dagskrá hátíðinnar, alls 11 listamenn og hljómsveitir. Í þeim flokki eru; Vök, Ruxpin, Futuregrapher, Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris, Tonik Ensamble sem fyrir skemmstu hlaut Kraumsverðlaun og Reykjavik-Grapevine Music Awards fyrir plötu sína Snapshots og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn og líkt og undanfarin ár mun hátíðin fara fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni á erlendum vettvangi enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum allt frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada – sem og hér á landi, en til þessa hefur meirihluti aðgöngumiða selst á erlendum vettvangi. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár.
Sónar Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fleiri fréttir Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira