Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Snærós Sindradóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Atli Helgason, fyrir tíu árum síðan. „Hann hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar sem Atli Helgason lögmaður myrti í nóvember árið 2000. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu og hann sæki nú um að fá lögmannsréttindi sín aftur. Birgir vissi ekki af málinu áður en það kom í fréttum í gærkvöldi. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi.“„Það er ómælanlegt hvað þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskyldu mína. Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir,“ segir Birgir og á þá við að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann. Það var áður en hann var handtekinn og ákærður fyrir morðið. Einar og Atli voru vinir og viðskiptafélagar en þeir ráku saman verslunina Gap á Laugavegi. „Ég get ekki ímyndað mér að það sé einhver akkur fyrir lögmannafélagið að fá mann með þessa dómgreind,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu sína ekki vera búna að taka ákvörðun um framhaldið eða hvort þau muni senda bréf til Lögmannafélags Íslands til að reyna að hafa áhrif á það hvort Atli fái meðmæli félagsins. „Við munum sjálfsagt ekki láta alveg kyrrt liggja.“ „Maður fær alltaf daglegar áminningar. Einar var atvinnumaður í knattspyrnu og það þarf ekki annað en að horfa á knattspyrnuleik eða íþróttir, þá kemur hann upp í hugann.“ Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Hann hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar sem Atli Helgason lögmaður myrti í nóvember árið 2000. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu og hann sæki nú um að fá lögmannsréttindi sín aftur. Birgir vissi ekki af málinu áður en það kom í fréttum í gærkvöldi. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi.“„Það er ómælanlegt hvað þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskyldu mína. Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir,“ segir Birgir og á þá við að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann. Það var áður en hann var handtekinn og ákærður fyrir morðið. Einar og Atli voru vinir og viðskiptafélagar en þeir ráku saman verslunina Gap á Laugavegi. „Ég get ekki ímyndað mér að það sé einhver akkur fyrir lögmannafélagið að fá mann með þessa dómgreind,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu sína ekki vera búna að taka ákvörðun um framhaldið eða hvort þau muni senda bréf til Lögmannafélags Íslands til að reyna að hafa áhrif á það hvort Atli fái meðmæli félagsins. „Við munum sjálfsagt ekki láta alveg kyrrt liggja.“ „Maður fær alltaf daglegar áminningar. Einar var atvinnumaður í knattspyrnu og það þarf ekki annað en að horfa á knattspyrnuleik eða íþróttir, þá kemur hann upp í hugann.“
Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47