Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun Bjarki Ármannsson skrifar 19. janúar 2016 20:00 Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11