Kaleo tók upp myndband í nístingskulda í Þríhnúkagíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 08:30 Strákarnir í Kaleo voru heillaðir af umhverfinu ofan í Þríhnúkagíg. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning