Diguryrðin yfirgnæfðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Donald Trump, lengst til hægri, ásamt Ben Carson og Scott Walker í kappræðunum á fimmtudagskvöld. nordicphotos/AFP Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira