Reggí tekur yfir Gamla bíó Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:00 Rocky Dawuni kemur fram í Gamla bíói 30. ágúst. Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Heimsþekktur reggílistamaður, Rocky Dawuni, er væntanlegur til landsins í lok þessa mánaðar og mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíói sunnudaginn 30. ágúst næst komandi. Rocky er uppalinn í Ghana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma skilaboðum sínum á framfæri og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum. Hann er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni, stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýst um að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en yfir tvær milljónir manna látast á hverju ári vegna slæmrar eldunaraðstöðu. Rocky Dawuni gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og hefur síðan þá gefið út alls 6 plötur, sú nýjasta er Branches of the Same Tree og kom út í mars 2015. Rocky hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans hefur einnig hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Í tilefni af komu Rocky Dawuni ætlar Gamla bíó að efna til reggídags 30. ágúst sem mun hefjast á fjölskyldutónleikum þar sem AmabAdamA mun spila en hún mun líka sjá um að skapa réttu stemninguna um kvöldið áður en Rocky Dawuni og hljómsveit stíga á svið. Forsala á tónleika Rocky Dawuni hefst á midi.is á hádegi í dag og mun miðinn verða á sérstöku tilboði fram á sunnudag.Hér má nálgast hans heitasta lag í dag.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira