Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2015 08:30 Rapparinn er með fjölbreyttasta orðaforða mest seldu listamanna allra tíma. Vísir/Getty Rannsókn hefur verið gerð á orðaforða tónlistarmanna sem eiga mest seldu lög allra tíma. Í ljós kom að flestir þeirra tónlistarmanna sem hafa fjölbreyttasta orðaforðann eru rapparar. Þeir sem eru með minnstan orðaforða eru tónlistarmenn á borð við Bítlana, Mariah Carey og The Who. Rannsóknin var framkvæmd þannig að tekin voru 100 mest seldu lög frá 93 mest seldu tónlistarmönnum allra tíma. Þá var orðafjöldi hvers lags borinn saman og tekið mið af hversu oft sömu orðin komu. Það ætti ekki að koma á óvart að hipphopptónlistarmenn hafi trónað á toppnum en sá sem að á langfjölbreyttasta orðaforðann er Eminem. Aðrir tónlistarmenn á toppi listans voru meðal annars Jay-Z, Tupac Shakur, Kanye West og Bob Dylan sem tekur einnig vinninginn fyrir að nota oftast ný orð, eða að meðaltali á níu orða fresti. Tónlistarsíðan Musixmatch sem sá um rannsóknina segir að fjölbreyttur orðaforði geri ekki endilega tónlistina betri en að áhugavert sé að sjá hipphopptónlistarmennina eiga toppinn á listanum. Michael Jackson, Katy Perry og Neil Diamond eru undir meðallagi í orðaforða en Celine Dion og Prince ná að halda sig ofarlega á listanum. Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rannsókn hefur verið gerð á orðaforða tónlistarmanna sem eiga mest seldu lög allra tíma. Í ljós kom að flestir þeirra tónlistarmanna sem hafa fjölbreyttasta orðaforðann eru rapparar. Þeir sem eru með minnstan orðaforða eru tónlistarmenn á borð við Bítlana, Mariah Carey og The Who. Rannsóknin var framkvæmd þannig að tekin voru 100 mest seldu lög frá 93 mest seldu tónlistarmönnum allra tíma. Þá var orðafjöldi hvers lags borinn saman og tekið mið af hversu oft sömu orðin komu. Það ætti ekki að koma á óvart að hipphopptónlistarmenn hafi trónað á toppnum en sá sem að á langfjölbreyttasta orðaforðann er Eminem. Aðrir tónlistarmenn á toppi listans voru meðal annars Jay-Z, Tupac Shakur, Kanye West og Bob Dylan sem tekur einnig vinninginn fyrir að nota oftast ný orð, eða að meðaltali á níu orða fresti. Tónlistarsíðan Musixmatch sem sá um rannsóknina segir að fjölbreyttur orðaforði geri ekki endilega tónlistina betri en að áhugavert sé að sjá hipphopptónlistarmennina eiga toppinn á listanum. Michael Jackson, Katy Perry og Neil Diamond eru undir meðallagi í orðaforða en Celine Dion og Prince ná að halda sig ofarlega á listanum.
Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira