Telur Secret Solstice geta orðið risastóra 15. júlí 2015 09:30 Tónlistarhátíðin Secret Solstice gæti stækkað mikið að mati The Huffington Post. Vísir/Andri Marinó Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira