Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum? 15. júlí 2015 07:00 Þorsteinn Már Ragnarsson átti frábæran leik með KR á móti Víkingi en hann erður einn sá eftirsóttasti í glugganum. Vísir/Ernir Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. Það munar aðeins þremur stigum á FH, sem er í efsta sæti deildarinnar, og spútnikliði Valsmanna sem er í fjórða sæti. KR og Breiðablik eru síðan á milli. Öll þessi fjögur lið eru líkleg til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fallbaráttan verður líka æsispennandi ef marka má fyrri umferðina og það hversu neðstu liðin hafa verið dugleg að finna sér leikmenn fyrir seinni umferðina í Pepsi-deildinni. Það er mikið undir að halda sæti sínu í deildinni og því eru liðin tilbúin að leggja út pening fyrir nýjum leikmönnum. Félagsskiptaglugginn opnaði í morgun og er opinn í sextán daga eða til 31. júlí næstkomandi. Þegar glugginn lokar aftur rétt fyrir Verslunarmannahelgi þá verða eftir níu umferðir af Íslandsmótinu en tvær umferðir verða spilaðar á meðan að glugginn er opinn. Tólfta umferðin um næstu helgi verður fyrsta umferðin sem nýir leikmenn mega fara að spila með liðum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þeir munu hafa á leik sinna liða sem mörg hver þurfa á innspýtingu að halda. Hér fyrir neðan má þarfagreiningu Fréttablaðsins á liðunum tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta.Liðin í Pepsi-deildinni og félagsskiptaglugginn frá 15. til 31. júlí 2015: FH 1. sætiHvað vantar? Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru með besta hópinn og eru að auki búnir að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni. Hringja kannski í Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskarsson vinnur fá stig og hefur aðeins haldið hreinu í tveimur deildarleikjum. ➜ Emil Pálsson (úr láni)KR 2. sætiHvað vantar? KR er búið að fá framherja en þarf helst að styrkja bakvarðarstöðurnar með leikmönnum sem eru bakverðir að upplagi.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni Gunnarsson. ➜ Hólmbert Aron FriðjónssonBreiðablik 3. sætiHvað vantar? Framherja og/eða kantmann. Átján mörk í fyrri umferðinni er ekkert til að skammast sín fyrir en Blikar þurfa meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér að berjast um titilinn allt til loka.Hringja kannski í Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.Valur 4. sætiHvað vantar? Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann er væntanlega að horfa til hægri bakvarðar, miðjumanns og framherja til vara.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Emil Atlason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.Fjölnir 5. sætiHvað vantar? Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leikmenn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.Hringja kannski í Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape Mamadou Faye. ➜ Jonatan Neftalí, Kennie ChopartStjarnan 6. sætiHvað vantar? Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13 mörk og þurfa meira púður í sóknarleikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn en Stjarnan hefur ekki enn unnið heimaleik í sumar.Hringja kannski í Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna Aðalsteinsson.Fylkir 7. sætiHvað vantar? Hægri bakvörð og miðjumann og jafnvel markvörð. Það er spurning hvort Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags, snúi aftur í Árbæinn.Hringja kannski í Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemmelund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.ÍA 8. sætiHvað vantar? Miðjumann, miðvörð og kantmann. Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla muna í síðustu leikjum en Skagamenn geta enn bætt vörnina og miðjuna.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal, Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.Leiknir 9. sætiHvað vantar? Leiknismenn eru komnir í bullandi fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst með framherja eða framliggjandi leikmönnum en liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í fyrri umferðinni.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergsson, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou Faye, Brynjar Benediktsson.Víkingur 10. sætiHvað vantar? Víkingar eru búnir að fá serbneskan framherja en þurfa meira fram á við. Einnig hægri bakvörð og miðjumann.Hringja kannski í Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha. ➜ Vladimir TufegdzicÍBV 11. sætiHvað vantar? Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðarlega en það þarf að styrkja miðjuna.Hringja kannski í Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson. ➜ Gunnar Heiðar, Jose EnriqueKeflavík 12. sætiHvað vantar? Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það þarf nánast leikmenn í allar stöður.Hringja kannski í Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye, Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson. ➜ Chuck Chijindu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. Það munar aðeins þremur stigum á FH, sem er í efsta sæti deildarinnar, og spútnikliði Valsmanna sem er í fjórða sæti. KR og Breiðablik eru síðan á milli. Öll þessi fjögur lið eru líkleg til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fallbaráttan verður líka æsispennandi ef marka má fyrri umferðina og það hversu neðstu liðin hafa verið dugleg að finna sér leikmenn fyrir seinni umferðina í Pepsi-deildinni. Það er mikið undir að halda sæti sínu í deildinni og því eru liðin tilbúin að leggja út pening fyrir nýjum leikmönnum. Félagsskiptaglugginn opnaði í morgun og er opinn í sextán daga eða til 31. júlí næstkomandi. Þegar glugginn lokar aftur rétt fyrir Verslunarmannahelgi þá verða eftir níu umferðir af Íslandsmótinu en tvær umferðir verða spilaðar á meðan að glugginn er opinn. Tólfta umferðin um næstu helgi verður fyrsta umferðin sem nýir leikmenn mega fara að spila með liðum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þeir munu hafa á leik sinna liða sem mörg hver þurfa á innspýtingu að halda. Hér fyrir neðan má þarfagreiningu Fréttablaðsins á liðunum tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta.Liðin í Pepsi-deildinni og félagsskiptaglugginn frá 15. til 31. júlí 2015: FH 1. sætiHvað vantar? Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru með besta hópinn og eru að auki búnir að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni. Hringja kannski í Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskarsson vinnur fá stig og hefur aðeins haldið hreinu í tveimur deildarleikjum. ➜ Emil Pálsson (úr láni)KR 2. sætiHvað vantar? KR er búið að fá framherja en þarf helst að styrkja bakvarðarstöðurnar með leikmönnum sem eru bakverðir að upplagi.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni Gunnarsson. ➜ Hólmbert Aron FriðjónssonBreiðablik 3. sætiHvað vantar? Framherja og/eða kantmann. Átján mörk í fyrri umferðinni er ekkert til að skammast sín fyrir en Blikar þurfa meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér að berjast um titilinn allt til loka.Hringja kannski í Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.Valur 4. sætiHvað vantar? Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann er væntanlega að horfa til hægri bakvarðar, miðjumanns og framherja til vara.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Emil Atlason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.Fjölnir 5. sætiHvað vantar? Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leikmenn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.Hringja kannski í Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape Mamadou Faye. ➜ Jonatan Neftalí, Kennie ChopartStjarnan 6. sætiHvað vantar? Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13 mörk og þurfa meira púður í sóknarleikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn en Stjarnan hefur ekki enn unnið heimaleik í sumar.Hringja kannski í Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna Aðalsteinsson.Fylkir 7. sætiHvað vantar? Hægri bakvörð og miðjumann og jafnvel markvörð. Það er spurning hvort Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags, snúi aftur í Árbæinn.Hringja kannski í Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemmelund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.ÍA 8. sætiHvað vantar? Miðjumann, miðvörð og kantmann. Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla muna í síðustu leikjum en Skagamenn geta enn bætt vörnina og miðjuna.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal, Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.Leiknir 9. sætiHvað vantar? Leiknismenn eru komnir í bullandi fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst með framherja eða framliggjandi leikmönnum en liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í fyrri umferðinni.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergsson, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou Faye, Brynjar Benediktsson.Víkingur 10. sætiHvað vantar? Víkingar eru búnir að fá serbneskan framherja en þurfa meira fram á við. Einnig hægri bakvörð og miðjumann.Hringja kannski í Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha. ➜ Vladimir TufegdzicÍBV 11. sætiHvað vantar? Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðarlega en það þarf að styrkja miðjuna.Hringja kannski í Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson. ➜ Gunnar Heiðar, Jose EnriqueKeflavík 12. sætiHvað vantar? Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það þarf nánast leikmenn í allar stöður.Hringja kannski í Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye, Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson. ➜ Chuck Chijindu
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki