Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 06:31 Hafþór Júlíus Björnsson er í flottu formi og segist vera í heimsmetaham. @thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson bætti heimsmetið í réttstöðulyftu í lok júlí og nú er hann með augun á öðru heimsmeti. Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira