Dikta spilar á Café Rosenberg í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júlí 2015 10:30 Meðlimir Diktu eru spenntir fyrir kvöldinu og lofa frábærum tónleikum. mynd/Florian Trykowski „Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frábær og í raun einstakur tónleikastaður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tónleikarnir að ákveðnu leyti órafmagnaðir. „Það verður alveg rafmagn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akureyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði daginn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleikarnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleikahaldi eftir að platan kemur út.Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frábær og í raun einstakur tónleikastaður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tónleikarnir að ákveðnu leyti órafmagnaðir. „Það verður alveg rafmagn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akureyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði daginn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleikarnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleikahaldi eftir að platan kemur út.Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira