Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að fljótt fjari undan hjá fólki sem er fíkið í kókaín. vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira