Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:00 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad á Spáni og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Fréttablaðið/valli „Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira