Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. júní 2015 07:00 Frumvörpin kynnt. Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi í gær. Bjarni Benediktsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í fundarhléi. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir. Gjaldeyrishöft Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira