Við þekkjum öll einn Birta Björnsdóttir skrifar 4. júní 2015 08:03 Ótrúlegur fjöldi kvenna hefur á undanförnum dögum greint frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Fjöldinn er þvílíkur að mann setur hljóðan við að renna yfir Facebook-síðuna Beauty tips þar sem þessi bylting á sér stað undir merkjunum #þöggun og #konurtala. Og ekkert lát virðist vera á, enn voru að bætast við frásagnir síðdegis í gær. Fyrir utan aðdáun og hluttekningu til þeirra kvenna sem deilt hafa sögum sínum sat í mér eftir lestur frásagnanna á Beauty tips spurningin hvaða fólk þetta er sem beitir þessu hrottalega ofbeldi. Hver er til dæmis maðurinn sem misnotaði vinkonu dóttur sinnar ítrekað í fjögur ár? Er hann bara hress í Byko að kaupa sér efni til að bera á pallinn um helgina og er samhliða því að leggja drög að golfferð með félögunum í haust? En maðurinn sem nauðgaði sambýliskonu sinni eftir að hafa neytt hana til munnmaka, af því að þau voru jú kærustupar? Leggst hann á koddann á kvöldin eftir að hafa horft á nokkra þætti af Game of Thrones og lofar sjálfum sér að vakna snemma og fara í ræktina, grunlaus um þá botnlausu vanlíðan sem hann hefur valdið manneskju sem treysti honum? Gerendur í kynferðisbrotamálum eru ekki eins og orkarnir í Hringadróttinssögu, auðþekkjanleg og óalandi skrímsli með engan tilgang annan í lífinu en að meiða. Þetta eitt eiga gerendurnir þó sameiginlegt. Þurfum við ekki í auknum mæli að beina sjónum okkar að þeim sem ofbeldinu beita og hvernig við getum reynt að stemma stigu við þessu ólíðandi samfélagsmeini? Tölfræðin segir okkur að við þekkjum öll fórnarlamb kynferðisofbeldis. Miðað við það hljótum við öll að þekkja gerendur í slíkum málum. Það er umhugsunarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Game of Thrones Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Ótrúlegur fjöldi kvenna hefur á undanförnum dögum greint frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Fjöldinn er þvílíkur að mann setur hljóðan við að renna yfir Facebook-síðuna Beauty tips þar sem þessi bylting á sér stað undir merkjunum #þöggun og #konurtala. Og ekkert lát virðist vera á, enn voru að bætast við frásagnir síðdegis í gær. Fyrir utan aðdáun og hluttekningu til þeirra kvenna sem deilt hafa sögum sínum sat í mér eftir lestur frásagnanna á Beauty tips spurningin hvaða fólk þetta er sem beitir þessu hrottalega ofbeldi. Hver er til dæmis maðurinn sem misnotaði vinkonu dóttur sinnar ítrekað í fjögur ár? Er hann bara hress í Byko að kaupa sér efni til að bera á pallinn um helgina og er samhliða því að leggja drög að golfferð með félögunum í haust? En maðurinn sem nauðgaði sambýliskonu sinni eftir að hafa neytt hana til munnmaka, af því að þau voru jú kærustupar? Leggst hann á koddann á kvöldin eftir að hafa horft á nokkra þætti af Game of Thrones og lofar sjálfum sér að vakna snemma og fara í ræktina, grunlaus um þá botnlausu vanlíðan sem hann hefur valdið manneskju sem treysti honum? Gerendur í kynferðisbrotamálum eru ekki eins og orkarnir í Hringadróttinssögu, auðþekkjanleg og óalandi skrímsli með engan tilgang annan í lífinu en að meiða. Þetta eitt eiga gerendurnir þó sameiginlegt. Þurfum við ekki í auknum mæli að beina sjónum okkar að þeim sem ofbeldinu beita og hvernig við getum reynt að stemma stigu við þessu ólíðandi samfélagsmeini? Tölfræðin segir okkur að við þekkjum öll fórnarlamb kynferðisofbeldis. Miðað við það hljótum við öll að þekkja gerendur í slíkum málum. Það er umhugsunarefni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun