Vilja fá pítsu eftir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júní 2015 09:00 Hljómsveitin alt-J er þekkt fyrir að hafa mikið ljósashow á tónleikum sínum. nordicphotos/getty Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana. Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana.
Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira