Óvenju hress smellur kominn út frá Moses Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. maí 2015 08:00 „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að vera neitt of hressir en nýja lagið er samt mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitarinnar en lagið ber nafnið Snefill. Moses Hightower hefur að undanförnu unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að reyna að klára allar upptökur í ágúst eða september,“ svarar Magnús spurður út í nýju plötuna. Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum okkur samt að reyna að spila svolítið í lok sumars. Það er gaman að geta komið út lagi á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og hlær. Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannarlega að bregða aðeins út af vananum í nýja efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst. Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið á helstu tónlistarveitum internetsins. Tónlist Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að vera neitt of hressir en nýja lagið er samt mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitarinnar en lagið ber nafnið Snefill. Moses Hightower hefur að undanförnu unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að reyna að klára allar upptökur í ágúst eða september,“ svarar Magnús spurður út í nýju plötuna. Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum okkur samt að reyna að spila svolítið í lok sumars. Það er gaman að geta komið út lagi á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og hlær. Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannarlega að bregða aðeins út af vananum í nýja efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst. Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið á helstu tónlistarveitum internetsins.
Tónlist Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira