Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Vinnustöðvun í fyrravor setti strik í reikning flugfarþega. Fréttablaðið/GVA „Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent