Konsept sem fleiri ættu að kynnast Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:00 Anna Gyða tók að sér hlutverk tökumanns, leikstjóra og hljóðmanns. Vísir/valli Lögfræðineminn Anna Gyða Sigurgísladóttir tók sér hlé frá námi til þess að gera heimildarmynd. Myndin, Problem? Oh, That‘s An Opportunity, verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, 9. maí klukkan 18. „Mig langaði til að gera heimildarmynd um samfelagslega frumkvodlastarfsemi. Ég vil nú ekki gefa of mikið upp, en þetta snýst um að finna nýjar lausnir á samfélagslegum vandamálum,“ segir Anna Gyða, aðspurð um efni heimildarmyndarinnar. Í myndinni er fjallað um fimm dæmi um samfélagslega frumkvöðla en svo er konseptið sjálft og heimurinn í dag skoðaður í því samhengi. „Mig langaði að rannsaka þetta efni, því eftir að ég kynntist þessu þá gaf það mér von um að þetta myndi breytast og að hægt væri að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Mér finnst þetta konsept sem fleiri þurfa að vita af svo ég fann sterka þörf og löngun til að leggjast í þetta heimildarmyndaferli. En það var ekki til mjög mikið efni svo ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Anna ferðaðist til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Belgíu, ásamt því að taka upp efni í gegnum Skype frá Perú og Kanada. Hún tók allt efnið upp sjálf, bæði hljóð og mynd, en þetta er fyrsta mynd Önnu. „Ég fékk hljóðmann til þess að mixa hljóðið í lokin og svo fékk ég teiknara til að myndskreyta myndina og gera hana líflegri og skemmtilegri.“Hér fyrir neðan er sýnishorn úr myndinni en hægt er að kynna sér hana nánar á Facebook-síðu hennar. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Lögfræðineminn Anna Gyða Sigurgísladóttir tók sér hlé frá námi til þess að gera heimildarmynd. Myndin, Problem? Oh, That‘s An Opportunity, verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, 9. maí klukkan 18. „Mig langaði til að gera heimildarmynd um samfelagslega frumkvodlastarfsemi. Ég vil nú ekki gefa of mikið upp, en þetta snýst um að finna nýjar lausnir á samfélagslegum vandamálum,“ segir Anna Gyða, aðspurð um efni heimildarmyndarinnar. Í myndinni er fjallað um fimm dæmi um samfélagslega frumkvöðla en svo er konseptið sjálft og heimurinn í dag skoðaður í því samhengi. „Mig langaði að rannsaka þetta efni, því eftir að ég kynntist þessu þá gaf það mér von um að þetta myndi breytast og að hægt væri að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Mér finnst þetta konsept sem fleiri þurfa að vita af svo ég fann sterka þörf og löngun til að leggjast í þetta heimildarmyndaferli. En það var ekki til mjög mikið efni svo ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Anna ferðaðist til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Belgíu, ásamt því að taka upp efni í gegnum Skype frá Perú og Kanada. Hún tók allt efnið upp sjálf, bæði hljóð og mynd, en þetta er fyrsta mynd Önnu. „Ég fékk hljóðmann til þess að mixa hljóðið í lokin og svo fékk ég teiknara til að myndskreyta myndina og gera hana líflegri og skemmtilegri.“Hér fyrir neðan er sýnishorn úr myndinni en hægt er að kynna sér hana nánar á Facebook-síðu hennar. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira