Þér er ekki boðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. apríl 2015 07:00 Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar