Vandfetað á gjaldeyrismörkuðum Skjóðan skrifar 15. apríl 2015 10:45 Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira